Dan Bilzerian birti mynd af íslenskum leiðsögu­manni

Það vakti athygli margra að Dan Bilzerian birti mynd af íslenskum leiðsögumanni á Instagram-síðu sinni þegar hann birti myndir úr ferð sinni héðan. Á vef mbl.is kemur fram að myndin sé af Kristni Loga Sigmarssyni sem veitti Bilzerian og félögum leiðsögn um Þúsund vatna leið á Hellisheiði um helgina.

Sjá einnig: Dan Bilzerian hrifinn af Íslandi: „Svo svalur staður“

Þar er haft eftir Kristni Loga að það hafi komið honum á óvart að sjá mynd af sjálfum sér á Instagram-síðu Dan Bilzerian. Fyrir þá sem ekki vita þá er milljónamæringurinn Dan Bilzerian líklega frægastur fyrir Instagram-síðu sína þar sem hann birtir aðallega myndir af sjálfum sér ásamt fáklæddum konum. Þessi 38 ára Bandaríkjamaður er með yfir 27 milljónir fylgjendur á samfélagsmiðlum sínum.

 

Auglýsing

læk

Instagram