David Beckham og Guy Ritchie aftur mættir til landsins: „Home sweet home“

Auglýsing

Knattspyrnukappinn David Beckham sýndi í dag frá ferð sinni um landið á Instagram síðu sinni. David virðist njóta þess að heimsækja landið en hann kom einnig hingað í veiðiferð síðasta sumar.

Sjá einnig: Beckham skellti sér í laxveiði: „Þeir duttu kannski úr leik á HM en ég elska Ísland”

Beckham kom hingað til lands með vinahópi sínum en með honum í för eru meðal annars kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie og Björgólfur Thor Björgólfsson.

Beckham sýnir meðal annars frá veiðiferð þeirra félaga en þar sést hann njóta veðurblíðunnar og stinga sér til sunds í ísköldu vatni. Þá má einnig sjá þá félaga ferðast um hálendið á stórum Land Rover Defender og kíkja í siglingu.

Auglýsing

Beckham hefur líklega verið hér á landi í nokkra daga en við eina myndina skrifar hann: „Ótrúlegir dagar“. Beckham virðist kunna vel við sig hér á landi en ásamt því að koma hingað síðasta sumar í svipuðum erindagjörðum heimsótti hann landið með fjölskyldu sinni árið 2016.

Hægt er að sjá allar myndirnar sem Beckham hefur birt í Instagram stories á síðu hans hér.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram