Auglýsing

Despacito mest streymda lag sögunnar: Spilað í samtals 4,6 milljarða skipti

Sumarsmellur hjartaknúsarans Luis Fonsi, Despacito er orðið mest streymda lag sögunnar aðeins sex mánuðum eftir að það kom út. Lagið sem fólk ýmist elskar að hata eða hatar að elska hefur verið spilað í samtals 4,6 milljarða skipta á öllum streymisveitum heimsins.

Lagið varð strax mjög vinsælt í spænskumælandi löndum en það gjörsamlega sprakk þegar endurhljóðblönduð útgáfa með Justin Bieber var gefin út í vor. „Lag sem sameinar bæði fólk og menningu er það sem gerir mig stoltastan. Ég vildi bara fá fólk til að dansa,“ sagði Fonsi í samtali við BBC.

Það er ekki bara lagið sem slegið hefur í gegn heldur hefur myndbandið við lagið skotist hratt upp metorðastigann en það er orðið fjórða mest spilaða tónlistarmyndband allra tíma á YouTube.

Horfðu á myndbandið vinsæla í spilaranum hér að ofan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing