Disney endurgerir Lion King og Þorvaldur Davíð er tilbúinn ef umboðsmaðurinn gefur grænt ljós

Auglýsing

Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hyggst ekki sækjast eftir hlutverki í endurgerð á klassísku teiknimyndinni Lion King nema að umboðsmaður hans telji eitthvað vit í því að fara í leikprufu. Í gær bárust fréttir af því að Walt Disney ætli að endurgera myndina frá 1994 ásamt leikstjóranum Jon Favreau.

Ákvörðunin var tekin í kjölfarið á góðu gengi endurgerðar Jungle Book sem var frumsýnd í vor. Þorvaldur Davíð talaði fyrir yngri útgáfuna af Simba í íslensku útgáfunni af Lion King frá 1994.

Þorvaldur segir í samtali við Nútímann að hann og Simbi hafi báðir elst frá því að myndin kom út. „Ég yrði eflaust best til þess fallinn að leika Púmba eða eldri útgáfuna af Simba. Þetta er annars mjög fyndin pæling. Væri mjög skrautlegt að leika Púmba í myndinni.“ segir hann léttur.

Þorvaldur telur ólíklegt að hann fara í leikprufu fyrir hlutverk í myndinni en að það væri skemmtilegt að leiklesa fyrir íslensku útgáfuna ef þeir þurfa að döbba myndina. „Það væri vissulega fyndið. Röddin hefur reyndar aðeins breyst með árunum.“

Auglýsing

Þorvaldur Davíð setur þó spurningamerki við hvort endurgerðin geti bætt einhverju við klassísku myndina, sem er af mörgum talin ein besta teiknimynd allra tíma. „Sýnist þetta vera blanda af teikningum og svo raunverulegum manneskjum. En það er aldrei að vita hvernig þetta endar.“ segir hann.

Þorvaldur telur að tæknin í dag geri Disney kleift að endurgera klassísku myndirnar sínar. „Það kom tímabil þar sem tæknin var ekki nægilega góð til þess að endurgera þessar myndir. Ég horfði nýlega á Jungle Book sem var mjög vel gerð.“

Hér fyrir neðan má heyra Þorvald Davíð syngja í Lion King frá árinu 1994

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram