Dolores O’Riordan söngkona Cranberries látin

Tónlistarkonan Dolores O’Riordan, söngkona írsku hljómsveitarinnar Cranberries er látin. Hún var 46 ár gömul.

Söngkonan var stödd í London að taka upp nýja plötu. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp. Lögreglan í Westminster var kölluð að hóteli á Parke Lane rétt eftir klukkan níu í morgun. Hún var úrskurðuð látin á staðnum.

Haft er eftir fjölmiðlafulltrúa O’Riordan á vef Irish Times að fjölskylda söngkonunnar sé eyðilögð og hafi óskað eftir að friðhelgi þeirra sé virt. Hún skilur eftir sig þrjú börn sem hún átti með fyrrverandi eiginmanni sínum, Don Burton.

Cranberries naut talsverðra vinsælda hér á landi og þá sérstaklega lögin Zombie og Linger, sem kom út á plötunni No Need to Argue árið 1994. Hlustaðu á lagið hér fyrir ofan. Hljómsveitin hefur selt fleiri en 40 milljón plötur.

Hljómsveitin gætti störfum árið 2003 en tók aftur saman árið 2009. Hljómsveitin sendi frá sér plötuna Something Else í fyrra en þurfti að hætta við tónleika í Evrópu og Norður-Ameríku vegna heilsubrests O’Riordan.

Auglýsing

læk

Instagram