Dóri DNA segir fólk óskilningsríkt þegar kemur að offitu: „Hysjaðu upp um þig buxurnar og hættu að éta“

Grínistinn og leikarinn Halldór Halldórsson, einnig þekktur sem Dóri DNA, tjáði sig um hugmyndir almennings um offitu á samfélagsmiðlum í gær. Hann sagði að fólk væri óskilningsríkt þegar kemur að offitu.

Dóri gefur í skyn að það sé ekki svo einfalt að fólk geti bara hysjað upp um sig buxurnar og hætt að éta. Það sé hola í hjartanu.

„En áttið ykkur á einu, á hverjum degi vaknar maður og hugsar alvarlega, hvað ætli þau segi við mig í dag, hvernig ætli þau horfi á mig,“ skrifar hann.

Hann segir að þegar hann sjái einhvern feitan þá viti hann að þarna sé einhver sem ber bresti sína utan á sér en að þarna sé líka manneskja sem er undir yfirborðinu byggð úr graníti.

https://twitter.com/DNADORI/status/1069580580394803201

Færslurnar hafa vakið mikla athygli en Bubbi Morthens þakkaði Dóra meðal annars fyrir þær. Hann segist hafa verið ömurlegur „body fasisti“ en hafi nú náð að laga mestu skekkjuna í sjálfum sér.

Auglýsing

læk

Instagram