Dóri DNA veðjar 800 evrum á leik Íslands og Argentínu: „Fer í Louis Vuitton og kaupi mér eitthvað fallegt”

Grínistinn og rithöfundurinn Halldór Halldórsson, einnig þekktur sem Dóri DNA, hefur mikla trú á íslenska landsliðinu fyrir HM í Rússlandi í sumar.

Halldór setti færslu á Twitter síðu sína í gærkvöldi sem hefur vakið mikla athygli. Þar tilkynnti hann fylgjendum sínum það að hann hefði veðjað 800 evrum eða rúmum 99 þúsund krónum, á það að Ísland myndi sigra Argentínu í fyrsta leik.

https://twitter.com/DNADORI/status/1003732029924667394

Halldór virtist þó fljótlega sjá eftir veðmálinu þegar hann sá að ekki var mögulegt að afturfæra það.

https://twitter.com/DNADORI/status/1003732544217591815

Í samtali við Nútímann segist Halldór vera búinn að sætta sig við að hann geti ekki tekið þetta til baka.

„Ég verð úti í Rússlandi á leiknum og fólk hefur sagt við mig að það sé ekkert líklegt að Ísland sé að fara að komast á HM aftur. Þannig að ég mun standa við þetta og gera það besta úr þessari upplifun, það er ekki hægt að taka þetta til baka núna. Ég er dramatúrg.”

Ef að Ísland sigrar Argentínu í leiknum fær hann um 9200 evrur í vinning eða um 1 milljón og 140 þúsund krónur.

„Ég fer í Louis Vuitton á Rauða Torginu og kaupi mér eitthvað fallegt.”

Auglýsing

læk

Instagram