Dorrit búin að gera ráðstafanir fyrir klónun Sáms: „Sú sérstaka ást sem við deilum mun lifa áfram“

Auglýsing

Dorrit Moussaieff greindi frá því á Instagram síðu sinni í gær að hún væri nú búin að ganga frá því að Sámur, hundur hennar og Ólafs Ragnars, yrði klónaður. Hún segist hlakka til þess að fá klónið í hendurnar.

„Ég hef grátið mikið vegna þess að hann er farinn. Ég hlakka til klónsins hans. Ég brosi því hann lifði og ég bið fyrir því að hann komi aftur í öðru formi. Hjartað mitt er tómt því að Sámur er farinn, ég get ekki snert hann. Hjartað mitt er fullt vegna klónsins,“ skrifar Dorrit á Instagram.

Sjá einnig: Hundaklónun Ólafs og Dorritar kostar um sex milljónir króna: „Ekki víst að þetta heppnist“

Athygli vakti þegar Ólafur Ragnar greindi frá því í útvarpsviðtali á Rás 2 á síðasta ári að Dorrit hyggðist klóna Sám.

Auglýsing

„Ég veit nú ekki hvort ég á að segja frá því hérna af því að ég hef nú ekki spurt um leyfi frá Dorrit til að segja frá því þannig að þið látið það ekki fara lengra. Sámur er orðinn nokkuð gamall, hann er orðinn 11 ára þannig að Dorrit ákvað að láta klóna hann. Það eru sem sagt tvö fyrirtæki í heiminum sem klóna hunda. Annað er í Texas og hitt er í Suður-Kóreu og það er semsagt búið að því,“ sagði Ólafur í samtali við Rás 2.

Dorrit segir í Instagram færslu sinni að nú sé hún búin að gera þær ráðstafanir sem séu nauðsynlegar svo að hægt sé að klóna Sám.

„Ég get ekki beðið eftir að Sámssonur fæðist,“ skrifar hún.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram