Auglýsing

Einn rændi vörubifreið og annar var stunginn

Dagurinn hefur heldur betur verið viðburðarríkur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einn aðili var stunginn í miðbæ Reykjavíkur. Hann var nokkuð slasaður þegar lögreglu bar að garði en hann er kominn á slysadeild til aðhlynningar – ekki er vitað um líðan hans umfram það.

Þá var tilkynnt um vörubifreið sem hafði ekið utan í skilti og aðra bifreið og flúið svo af vettvangi. Þegar lögregla kom á vettvang þurfti að beita valdi til að yfirbuga ökumanninn. Þá kom einnig fljótlega í ljós að bifreiðin var stolin, henni hafði verið ekið utan í fleiri hluti og bifreiðar stuttu áður. Ökumaðurinn er, fyrir utan þjófnaðinn á bifreiðinni og eignarspjöllin, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þá var tilkynnt um eld í bifreið í bílakjallara. Þegar lögreglan kom á vettvang hafði eigandi bifreiðarinnar slökkt eldinn. Eigandinn var frekar mikið brunninn eftir slökkvistörfin, eftir því sem fram kemur í upplýsingum frá lögreglunni, og var hann fluttur á sjúkradeild. Málið er í rannsókn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing