Eldri veiparar brjálaðir yfir umfjöllun fjölmiðla um rafrettur: „Koma slæmu orði á rafrettur og veip“

Auglýsing

Stærsti hópurinn sem notar rafrettur er fólk sem er komið yfir fimmtugt en ekki yngra fólk. Eldra fólk er brjálað yfir hvernig fjölmiðlar fjalla um rafrettur og telja að þeir séu að reyna að koma slæmu orði á þær.

Snorri Guðmundsson, eigandi söluturnsins Póló, selur rafrettur og slíkan varning. Hann segir fjölmiðla fjalla of mikið um vape hjá ungu kynslóðinni þrátt fyrir að aðalkúnnahópur sé fólk eldra en fimmtugt.

„Flestir sem kaupa rafrettur hjá mér eru fólk sem hafa á einhverjum tímapunkti á ævinni reykt og eru að reyna hætta,“ segir Snorri í samtali við Nútímann.

Mín upplifun er sú að fólk er ekki að byrja í þessu nema það hafi einhverja sögu af reykingum.

Snorri segir að stór hópur viðskiptavina sinna sé fólk sem hafi farið illa út úr tóbaksreykingum. Þá segir hann að ömmur og afar sem vilja ekki lykta illa í kringum barnabörnin sín vera stóran kúnnahóp.

Auglýsing

Sjá einnig: Léku listir sínar með rafrettum, Nútíminn heimsótti Vape-kvöld Gryfjunnar

Miðað við umfjöllun fjölmiðla virðist ungt fólk vera stærsti hópurinn sem veipar. Snorri segir að það sé ekki rétt. „Yngra fólk er langt frá því að vera okkar stærsti kúnnahópur,“ segir hann.

„Fastakúnnarnir okkar, eldra fólk, eru brjálaðir yfir því hvernig fjölmiðlar taka á þessum málum. Þau segja fjölmiðla reyna koma slæmu orði á rafrettur.“ Fleiri aðilar sem selja rafrettur taka taka undir orð Snorra og telja að umfjöllun fjölmiðla til þess fallna að koma slæmu orði á rafrettur og veip.

Eftir því sem Nútíminn kemst næst er yngra fólk meira í að kaupa rafrettur sem framleiða mikla gufu og nota þær til að þess að leika listir sínar. Sjaldgjæft er að nota vökva með nikótíni í slíka iðju.

Snorri segir rafrettuna hafa spurngið út fyrir tveimur árum og nefnir nokkrar ástæður fyrir því. „Þetta er miklu ódýrara en venjulegar reykingar og sömuleiðis mun heilsusamlegra,“ segir hann. „Fólk sem stundar líkamsrækt fór að skipta þessu inn fyrir sígarettur vegna þess að veip hefur engin áhrif á þolið.“

Hann segir enga lykt koma af notkun rafretta nema þess sé óskað „Okkar vinsælustu bragðtegundir eru venjulegt tóbaksbragð og mentólbragð. Einnig eru um 20 prósent af okkar kúnnum í ávaxta- og kaffibragði.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram