Auglýsing

Elma Klara landar starfsnámi á einni bestu arkitektastofu heims í London

Elma Klara Þórðardóttir, 23 ára nemi í arkitektúr við Listaháskóla Íslands, hefur landað starfsnámi hjá einni bestu arkitektastofu heims. Hún segir þetta frábæra reynslu fyrir sig og forréttindi að fá að prófa að starfa á stofunni.

Nútíminn heyrði í Elmu en hún er stödd rétt sunnan við London þar sem hún stundar skiptinám við Falmouth University. Á næstu vikum á hún þó eftir að vera í miðborg London í starfsnámi á arkitektastofunni Aedas.

„Ég er í einum áfanga sem felur í sér að sækja um störf í starfsþjálfun, sem er gert til þess að nemendur læri hvernig það er að vera arkitekt og hvernig þeir starfa,“ segir Elma.

Ég fékk sem sagt fimm vikna langt starfsnám, degi eftir að ég sótti um, hjá Aedas í London. Þetta er náttúrulega frábært, bæði upp á starfsreynsluna og ferilskrána.

Hún segir Aedas vera eina af stærstu arkitektastofum heims og jafnframt með þeim betri. Stofan er með starfsstöðvar víðsvegar um heiminn með yfir 1.400 starfsmenn.

Aðspurð hvernig hún hafi landaði starfsnáminu hefur Elma engin svör. „Ég veit það ekki. Ég stofnaði nýlega heimasíðuna elmaklara.com, þar sem hægt er að sjá verkefni eftir mig, það gæti hafa spilað eitthvað inn í þetta,“ segir Elma og bætir við að sömuleiðis hafi starf hennar á Íslandi sem aðstoðarmaður innanhúshönnuðar líklega hjálpað til.

„Svona starfsnám er eitthvað sem vantar í LHÍ, að nemendur sæki um störf á stofum og fái reynslu á stofum en ég vil hvetja jafnframt fólk til að fara í skiptinám. Ég væri ekki í þessari stöðu nema vegna þess,“ segir hún.

Elma segist ætla að einbeita sér að náminu og vonast til þess að geta síðar stofnað sitt eigið fyrirtæki í framtíðinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing