Emmsjé Gauti gefur út sína fimmtu plötu: „Ætla að taka mér fimm mínútna pásu og fara svo að spá í næstu“

Auglýsing

Platan Fimm eftir rapparann Emmsjé Gauta kom varð aðgengileg á Spotify á miðnætti. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta fimmta plata Gauta. Hlustaðu á plötuna hér að neðan.

Platan inniheldur fjórtán lög og er í augnablikinu aðeins aðgengileg í gegnum streymiveitur á netinu. Gauti segir að hann muni gefa út vínyl í næsta mánuði en að platan verði ekki gefin út á geisladisk. Geisladiskurinn sé dauður.

Emmsjé Gauti segir í samtali við Nútímann að hann sé ánægður með að platan sé loksins komin út. Núna muni hann taka sér fimm mínútna pásu áður en hann fari að spá í þeirri næstu.

Auglýsing

„Ég verð með útgáfutónleika á Græna hattinum Akureyri en næ örugglega ekki að halda sama dæmið fyrr en eftir áramót í RVK þannig hörðustu aðdáendurnir þurfa að keyra norður til að fá plötuna út í gegn live fyrir áramót,“ segir Gauti.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram