Emmsjé Gauti sendir frá sér ávanabindandi tölvuleik, spilarar hjálpa honum að komast á Prikið

Rapparinn Emmsjé Gauti hefur sent frá sér tölvuleikinn Sautjándi nóvember. Leikinn er að finna á vef hans Emmsje.is og er honum ætlað að stytta aðdáendum rapparans stundir áður en nýja platan hans kemur út í næstu viku.

Í leiknum þarf Gauti á hjálp að komast á Prikið í tæka tíð til að halda útgáfupartí. Leiðin er löng og erfið upp Bankastrætið og í leiknum kemur fram að það sé skítamórall yfir skemmtanalífinu í Reykjavík þetta kvöld. „Reyndu að forða Gauta frá því að festast á trúnó og komdu honum á Prikið í einum grænum.“

Í leiknum lendir Gauti óvart inni á B5 og þurfa spilarar að hjálpa honum að komast framhjá flöskuborðunum. Athugið að ekki er hægt að spila leikinn í síma, aðeins í tölvum. Skúli Óskarsson framleiddi leikinn fyrir Gauta.

Auglýsing

læk

Instagram