Auglýsing

Enda sous vide-græjurnar á sama stað og fótanuddtækið?

Sous vide-græjur voru áberandi fyrir jólin. Svo áberandi að margir líkja æðinu sem hefur ríkt við brjálæðið sem var í gangi á Íslandi á síðustu öld þegar fótanuddtæki seldust í gámavís fyrir jólin. Þau enduðu reyndar flest inni í geymslum landsmanna en munu sous vide-tækin lifa þetta af? Eða enda þessar græjur inni í geymslu með fótanuddtækinu?

Fyrir þau sem hafa ekki kynnt sér málið þá virka sous vide-græjur þannig að kjöti eða öðrum mat í lofttæmdum umbúðum er komið fyrir í vatni. Græjan sér svo um að elda matinn með því að halda ákveðnu hitastigi í nokkrar klukkustundir — það fer allt eftir hvað er eldað. Útkoman getur verið frábær en afar auðvelt er að ákveða nákvæmlega til dæmis hvernig eldunin á kjötinu á að vera.

Facebook-hópurinn Sous vide á Íslandi hefur stækkað mikið í desember og meðlimirnir eru orðnir fleiri en sex þúsund. Mikið líf hefur verið hópnum yfir hátíðarnar og margir hafa óskað eftir góðum ráðum frá öðrum og reynslumeiri meðlimum hópsins.

Á Twitter hefur æðið ekki farið framhjá fólki en þar er yfirleitt stutt í grínið

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing