Enn ein mótmælin við höfuðstöðvar SS: „Mætum og mótmælum mótmælendum mótmælenda“

Auglýsing

Eins og við greindum frá í gær hafa dýraverndunarsamtökin Reykjavík Animal Save boðað mótmæli fyrir utan höfuðstöðvar Sláturfélags Suðurlands í lok vikunnar til að mótmæla haustslátrun á lömbum. Mikil ringulreið hefur skapast í kjölfarið en nú hafa tveir mótmælaviðburðir til viðbótar bæst við. Sá fyrri til þess að mótmæla mótmælunum og svo einn enn til þess að mótmæla mótmælendum mótmælanna. 

Yfir 1000 manns hafa lýst yfir áhuga á því á Facebook að mæta til þess að mótmæla mótmælum Reykjavík Animal Save. Facebook notandinn Atli Viðar Þorsteinsson var ekki sáttur með þennan seinni mótmælaviðburð og ákvað að búa til þriðja mótmælaviðburðinn.

„Nokkrir grashræddir ætla að mótmæla mótmælunum. Kjötætur og grasætur, mætum og mótmælum mótmælendum mótmælenda. Sýnum samstöðu með því að aðeins að pæla í hlutunum og þeim sem vilja smá umræðu í stað þess að fara að væla þegar einhver ætlar að taka af þér sviðakjammann þinn,“ segir í lýsingu á viðburðinum.

Atli mætti í viðtal við Núllið á RÚV í dag þar sem hann talaði um mótmæli mótmælenda mótmælenda.

Auglýsing

„Þeir ætla að mæta þarna með grill og mótmæla því að það sé verið að gefa dýrum vatn. Sem er einhvernveginn það mest absúrd sem ég hef heyrt,“ segir Atli sem mælir með því að fólk styðji við baráttufólkið sama hvernig matarvenjur þess eru. Viðtalið við Atla má hlusta á í heild sinni með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram