Eurovision verður ekki haldin í Amsterdam á næsta ári

Eurovision söngvakeppnin mun ekki fara fram í Amsterdam, höfuðborg Hollands, á næsta ári. Fimm hollenskar borgir vilja halda keppnina en það er ljóst að hún fer ekki fram í höfuðborginni. Þetta kemur fram á fréttasíðu Eurovision, ESC Today.

Sjá einnig: Þetta eru tíu bestu lögin sem Ísland hefur sent í Eurovision

Þeir þrír tónleikastaðir í Amsterdam sem komu til greina fyrir keppnina eru allir uppbókaðir fyrstu vikurnar í maí, þegar keppnin fer fram. Borgin dró sig því út úr umsóknarferlinu.

Sú tónleikahöll sem verður fyrir valinu þarf að vera laus í um átta vikur í kringum keppnina til þess að hægt sé að annast allan undirbúning og æfingar.

Þær borgir sem koma nú til greina fyrir keppnina eru Rotter­dam, Utrecht, Den Bosch, Arn­hem og Ma­astricht. Líklegast er að keppnin fari fram í Rotterdam en héraðsstjórn Suður-Hol­lands hef­ur heitið einn­ar millj­ón­ar evra fram­lagi til und­ir­bún­ings keppn­inn­ar verði hún hald­in þar.

Ákvörðun um staðsetningu keppninnar verður líklega tekin í ágúst.

Auglýsing

læk

Instagram