Fjölskyldan gat ekki hætt að hlæja eftir að faðirinn var stunginn af býflugu – Sjáðu myndbandið

Það er sennilega ekki þægilegt að vera stunginn í munninn af býflugu en það getur verið skemmtilegt fyrir fjölskyldumeðlimi þína. Þessu komst Kanadamaðurinn Bob Williams að á dögunum.

Bob áttaði sig of seint á því að hann hafi verið að deila bjórnum sínum með býflugu og áður en hann vissi af hafði hann bólgnað gífurlega upp.

Þrátt fyrir að stungan hafi verið mjög sár að hans sögn getur hann ekki annað en hlegið að útliti sínu í kjölfarið ásamt dóttur sinni sem tók upp þetta sprenghlægilega myndband sem hefur nú vakið heimsathygli.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Instagram