Fjórir handteknir í heimahúsi í Reykjavík: Rændu bifreið með skotvopni

Í morgun voru sjö einstaklingar vistaðir í fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeirra á meðal eru fjórir menn sem voru handteknir í heimahúsi í gærkvöldi. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt bifreið og notað skotvopn til þess að ógna ökumanninum.

Þá var tilkynnt um aðila í tökum dyravarða, þegar lögregla kom á vettvang var aðilinn mjög æstur og í mjög annarlegu ástandi sökum áfengis drykkju. Hann vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Ein tilkynning barst um nytjastuld á bifreið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fékk hún tilkynningu um bifreiðina mannlausa ekki svo löngu síðar. Fannst hún mannlaus í Hafnarfirðir og endurheimti eigandinn því bifreiðina.

Þá lenti einn „grillari“ í veseni en lögreglu barst tilkynning um eld í gaskút og grilli. Húsráðandi reyndi að slökkva í með slökkvitæki en án árangurs. Slökkvilið kom og slökkti eldinn.

Einn var handtekinn og vistaður vegna líkamsárásar í heimahúsi. Rætt verður við hann þegar runnið verður af honum segir í dagbók lögreglunnar. Einn ofurölvi í miðbænum var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til aðhlynningar en í dagbókinni kemur fram að hann hafi ekki svarað áreiti.

Tilkynnt var um slys á skemmtistað. Aðili átti að hafa fallið niður 7 tröppur. Sjúkralið og lögregla send á staðinn. Þegar þetta er ritað er ekki vitað um ástand eða áverka hins slasaða.

Einn aðili handtekinn og vistaður með fíkniefni og mikið magn reiðufé á sér. Einnig ekki með nein skilríki á sér. Lögregla segir málið í rannsókn.

Auglýsing

læk

Instagram