Fórnarlamb líkamsárásar neitaði að fara á bráðamóttöku í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í nótt kölluð í hverfi í póstnúmerinu 105 vegna líkamsárásar. Einn maður var handtekinn en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni neitaði árásarþoli að fara á bráðamóttöku til skoðunar þrátt fyrir að einhverjir áverkar væru á honum.

Þá voru þrír þjófnaðir tilkynntir til lögreglu – einn þjófnaður úr búningsklefa í hverfi 101 og svo tveir þjófnaðir með stuttu millibili úr verslun í hverfi 201.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og svo var einn ökumaður á hraðferð í hverfi 108 en hann var stöðvaður fyrir of hraðan akstur og akstur á móti rauðu ljósi en það var, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, afgreitt á vettvangi.

Auglýsing

læk

Instagram