Forsetahjónin komin í mark í Reykjavíkurmaraþoninu

Auglýsing

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eru komin í mark í Reykjavíkurmaraþoninu. Eliza greinir frá þessu á Facebook.

Eliza hljóp 10 kílómetra til styrktar Píeta sjálfsvígsforvarnarsamtökum en Guðni hljóp hálfmaraþon, 21 kílómeter, þó ekki til í þágu neins málstaðar eða góðgerðarfélags.

Í frétt á Mbl kemur fram að forsetinn hafi hlaupið hálfmaraþonið á tímanum 1:48:40 en þetta er í sextánda sinn sem Guðni tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu.

Forsetahjónin verða síðan með opið hús á Bessastöðum á milli 12 og 16 í dag. Nánari upplýsingar um viðburðinn má sjá hér.

Eliza birti myndir af þeim hjónum fyrir…

Auglýsing

…og eftir hlaupið á Facebook-síðu sinni

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram