Forstjóri Netflix segir að það væri heimskulegt að gera ekki nýja þáttaröð af Stranger Things

Auglýsing

Reed Hastings, forstjóri Netfix, segir að það væri heimskulegt að gefa ekki grænt ljós á aðra seríu af yfirnáttúrulegu spennuþáttunum Stranger Things, sem hafa slegið í gegn á efnisveitunni í sumar. Þetta kemur fram á vef Guardian.

Í Stranger Things fylgjumst við með hópi drengja sem komast á snoðir um skuggalegt samsæri stjórnvalda eftir að vinur þeirra týnist. Ung stúlka með yfirnáttúrulega krafta kemur við sögu og spennan verður á tímabili yfirþyrmandi.

Hastings er ánægður með viðtökurnar en Netflix gefi ekki upp áhorfstölur. Hann bendir á einkunnir notenda á vefnum IMDB þar sem þátturinn er með 9,1 af 10 mögulegum og segir það til marks um frábærar viðtökur áhorfenda.

Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa höfundar þáttanna ekki gefið upp hvort búið sé að skrifa handrit að annarri þáttaröð. Þeir hafa hins vegar gefið í skyn að drungalegt framhald sé á teikniborðinu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram