Freyja Haralds tapaði málinu gegn Barnaverndarstofu

Auglýsing

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Barnarverndarstofu í máli sem Freyja Haraldsdóttir höfðaði gegn stofunni. Frá þessu er greint á Vísi.is.

Freyja stefndi Barnaverndarstofu eftir að henni var neitað um að gerast fósturforeldri í október á síðasta ári. Freyja taldi að brotið hefði verið á mannréttindum sínum.

Hún taldi sig ekki hafa notið sömu málsmeðferðar og ófatlaðir við um­sókn sína um að ger­ast fóst­ur­for­eldri.

Sjá einnig: Freyju Haralds neitað um að gerast fósturforeldri og ætlar í mál við Barnaverndarstofu

Auglýsing

Í hnotskurn snýst þetta um það hvort fatlað fólk fái sömu meðferð og sama umsagnarferli og ófatlað fólk,“ sagði Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, í samtali við Vísi á síðasta ári.

Dómur í málinu var kveðinn upp klukkan eitt í dag.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram