Friðrik Dór og Jón Jónsson semja tvö Þjóðhátíðarlög

Auglýsing

Bræðurnir geþekku, Friðrik Dór og Jón Jónsson semja Þjóðhátíðarlagið í ár. Það er Fréttablaðið sem greinir frá þessu en þeir bræður láta sér ekki nægja að semja eitt lag heldur verða þau tvö þetta árið. Lögin eru unnin í samstarfi við þá Stop Wait Go bræður Ásgeir Orra og Pálma Ragnar.

„Þetta er í fyrsta sinn sem það eru tvö Þjóðhátíðarlög. Annað laganna er aðallagið en hitt er meira til gamans. Aðallagið er einlægt og á að kalla fram hina einu sönnu Þjóðhátíðarstemningu,“ segir Jón Jónsson í samtali við Fréttablaðið.

Þó svo að þeir bræður hafi verið afar áberandi í íslensku tónlistarsenunni undanfarin ár þá hafa þeir lítið sem ekkert gefið út saman.  „Við gerðum eitt lag á fyrstu plötu Frikka og Komum heiminum í lag, sem var fyrir hjálparstarf. Annars unnum við bara saman í gamla daga á umbúðalagernum hjá Saltkaup,“ segir Jón.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram