Nýr söngleikur sem byggður er á tónlist Frikka Dórs

Í lok sumars, nánar tiltekið í ágúst, mun hópur ungmenna setja upp íslenskan söngleik í Gamla Bíó. Söngleikurinn ber heitið Hlið við Hlið og er Höskuldur Þór Jónsson leikstjóri, höfundur og framleiðandi verksins. Þetta kemur fram á vef vísis

Leikhópurinn er skipaður af hæfileikaríku ungu fólki og má þar nefna Kristinn Óla Haraldsson (Króla), Kolbein Sveinsson, Kötlu Njálsdóttur og fleiri.

Fyrsti samlestur á handritinu verður haldinn á morgun í Gamla Bíó og mun Friðrik Dór taka þátt í honum, enda er söngleikurinn byggður á tónlistinni hans.

Auglýsing

læk

Instagram