Auglýsing

Gefa út fallegt myndband frá ferð Cole Sprouse til Íslands

Leikarinn Cole Sprouse var staddur hér á landi í vor og tók myndir fyrir lífsstílsfyrirtækið Moncler. Nú er komið út fallegt myndband frá myndatökunni þar sem Ísland er í aðalhlutverki.

Sprouse sló í gegn á unga aldri fyrir hlutverk sitt í þáttunum Suite Life of Zack and Cody. Margir þekkja hann einnig eflaust úr gamanþáttunum Friends en þar lék hann son Ross Geller, Ben. Undanfarið hefur hann skotist aftur upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í Netflix-þáttunum Riverdale.

Hann er þó einnig hæfileikaríkur ljósmyndari og það var tilgangur ferðar hans til Íslands. Í Instagram-færslu þakkar hann Moncler fyrir ferðina hingað til lands. Hér að neðan má svo sjá myndbandið frá ferðinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing