Auglýsing

Götustrákar afhjúpu barnaperra í beinni útsendingu

Einn af umdeildustu en jafnframt vinsælustu hlaðvarpsþáttum landsins eru strákarnir í Götustrákum. Í gær opnuðu þeir aðgang að heilum þætti inni á YouTube-síðu Brotkasts en þar má nú hlusta á þátt þar sem þeir afhjúpa barnaníðinga í beinni útsendingu.

„Við fengum til okkar mann sem hefur verið berjast gegn níðingum landsins. Hann er með ótalmarga reikninga á hinum og þessum samfélagsmiðlum þar sem hann þykist vera barn undir lögaldri. Í gegnum þessa reikninga hefur hann séð frá fyrstu hendi hversu mikið af ógeðslegu fólki leynist þarna úti, tilbúið að misnota börnin okkar. Lögreglan gerir ekkert í þessum málum og þessi alþýðuhetja fannst nóg komið og ákvað því að gera eitthvað í málunum,“ segir Bjarki Viðarsson, einn af stjórnendum hlaðvarpsins.

Viðtalið er opinskátt og vill Nútíminn vara þá sem viðkvæmir eru við myndskeiðinu sem birtist hér fyrir neðan.

Sjón er sögu ríkari.

Hvað eru Götustrákar?

Vinirnir Aron Mímir Gylfason og Bjarki Viðarsson eru mennirnir sem standa á bakvið hinn umdeilda hlaðvarpsþátt Götustrákar sem hægt er að nálgast á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Aron og Bjarki voru báðir virkir þátttakendur í undirheimum Reykjavíkur þangað til þeir ákváðu að snúa lífi sínu við og eru nú á beinu brautinni, báðir edrú og aðstoða nú aðra við að hætta að nota fíkniefni með aðstoð 12 spora samtaka hér á Íslandi.

„Við viljum með þættinum okkar veita „venjulegu fólki“ innsýn inn í þennan ljóta og miskunnarlausa heim og þá viljum við líka geta aðstoðað fólk, og þá sérstaklega foreldra, hvernig hægt er að koma auga á neyslu barna þeirra, koma í veg fyrir hana eða aðstoða þau. Hægt er að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst á gotustrakar@brotkast.is

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing