Grandi Mathöll opnar í dag

[the_ad_group id="3076"]

Grandi Mathöll opnar í dag klukkan 18. Þar verður boðið upp á alvöru „götubita“ eða „street food“ í fyrsta sinn á Íslandi. 

Mathöllin er staðsett í Bakkaskemmunni að Grandagarði 16 og er með útsýni yfir höfnina

Níu básar munu selja fjölbreyttan mat af ólíkum uppruna. Meðal annars verður boðið upp á kóreskan og víetnamskan mat, fisk og franskar (fish and chips) og íslenskt lambakjöt. 

Þetta er önnur mathöllin sem opnar hér á landi en Hlemmur Mathöll opnaði í ágúst og hefur verið vinsæl hjá borgarbúum sem og öðrum gestum.

[the_ad_group id="3077"]

Auglýsing

læk

Instagram