today-is-a-good-day

Grín Sigmundar vekur athygli: Myndin er 10-12 ára gömul

Selfí Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur farið eins og eldur í sinu um Facebook í dag. Sigmundur slær á létta strengi í færslunni með myndinni og segir myndina vera 4-5 ára gamla.

„Selfie“-æðið virðist enn vera í fullum gangi víða um heim. Hvar sem maður kemur er fólk að taka sjálfsmyndir, hvort sem það er á leiðtogafundum eða í skólum. Krakkarnir virðast halda að þetta sé eitthvað nýtt. En það hljóta að vera liðin alla vega 4 eða 5 ár síðan ég eignaðist stafræna myndavél og tók þessa.

Einhverjir virðast misskilja grínið á meðan aðrir eru með á nótunum. Nútíminn kannaði málið og samkvæmt þeim sem þekkja til virðist myndin vera um 10 til 12 ára gömul. Hún hefur því verið tekin á árunum 2002 til 2004. Sigmundur er í bol merktum Háskóla Íslands á myndinni en hann lauk BS-prófi frá viðskipta- og hagfræðideild skólans árið 2005.

Auglýsing

læk

Instagram