Grindhvalavaðan komin aftur inn í Kolgrafafjörð

Grindhvalavaða sem synti inn í Kolgrafafjörð í gær en var smalað út af björgunarsveit í gærkvöldi er komin aftur inn í fjörðin. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.

Bjarni Sigurbjörnsson, bóndi á Eiði, staðfestir að hvalirnir séu komnir aftur inn í fjörðin en hann sér dýrin greinilega út um gluggan hjá sér. Þeir svamli bara í einum bunka og séu rólegir.

Einar Þór Strand björgunarsveitarmaður, sem tók þátt í björgunaraðgerðum í gærkvöldi, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að hvalirnir hafi farið inn í fjörðinn undir brúna, sennilega á aðfalli og gert sig heimakomna. Björgunarsveitamennirnir hafi síðan farið út á fjörðinn á slöngubátum vegna áhyggja af því að hvalirnir kæmust ekki aftur út úr firðinum.

Einar segir þá hafa smalað hvölunum eins og hundar smala kindum en þeir hafi lent í smávægilegum vandræðum þegar hvalirnir komu að brúnni. „Þá var straumurinn á móti og þeir vildu ekki synda á móti straumnum.“

Þeir hafi svo beðið eftir að fallið snerist og haldið hvölunum við brúnna. „Svo þegar fyrsta dýrið fór þá fór hjörðin á eftir,“ segir Einar. Hvalirnir virðast þó greinilega ekki hræddir við að fara inn í fjörðin því þeir séu komnir aftur þangað núna.

Einar hefur starfað á svæðinu í rúmlega 20 ár en aldrei vitað til þess að grindhvlir syndi inn í fjörðin og segist ekki vita hvað eða hvort eitthvað verði gert í dag. Þeir ættu kannski bara að láta hvalina í friði á meðan þeir séu ekki farnir að stranda.

Vagn Ingólfsson birti þetta magnaða myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann lýsir björgunaraðgerðum en á því sést að hvalirnir eiga erfitt með að synda á móti straumnum

Auglýsing

læk

Instagram