Guðni Th. rifjar upp þegar hann missti fókus og keyrði útaf: „Þakka Guði fyrir að vera á lífi“

Auglýsing

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, missti athyglina við aksturinn í augnablik þegar hann var tvítugur og keyrði útaf. Guðni var að fikta í útvarpinu þegar slysið varð og rifjaði söguna upp í fréttum Stöðvar 2 í tilefni af því að árvekniátakið Höldum fókus hefst á ný á morgun.

Höldum fókus snýst um að fá fólk til að hætta að nota farsíma undir stýri. Tjarnargatan, Síminn, Samgöngustofa, Imperial VR og Sjóvá gefa fólki kost á að taka þátt í verkefninu í Smáralind dagana 18. til 23. ágúst.

Guðni sagði í fréttum Stöðvar 2 að verkefnið væri mjög áhrifamikið. „Maður býður hættunni heim ef maður hefur ekki hugann við aksturinn þegar maður er að senda skilaboð, snappa eða hvaðeina sem síminn getur gert fyrir mann,“ sagði Guðni.

Vonandi skilar þessi herferð þeim árangri sem leitað er eftir.

Guðni rifjaði upp þegar hann var tvítugur að keyra Hvalfjörðinn. „Ungur og óreyndur ökumaður og var að svissa útvarpsstöðvum,“ sagði hann í fréttum Stöðvar 2.

Auglýsing

„Sekúndu seinna var ég kominn niður í fjöru og þakka Guði fyrir að vera á lífi. Bíllinn í klessu og ég missti meðvitund. Slapp heill. Ég var ekki með hugann við aksturinn og því fór sem fór.“

Guðni benti á að símanotkun í dag sé margfalt hættulegri en fikta í útvarpinu eins og fólk gerði í gamla daga. „Þannig að stundum erum við heppin — stundum ekki,“ sagði hann.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram