Gunnar Nelson berst við Brasilíumann í Kaupmannahöfn: „Hlakka til að berjast í Skandinavíu“

Auglýsing

Bardagakappinn Gunnar Nelson mun slást við Brasilíumanninn Thiago Alves í Kaupmannahöfn í september. Þetta var tilkynnt í dag.

Sjá einnig: Gunnar Nelson og Fransiska eiga von á barni

Gunnar og Alves munu mætast 28. september næstkomandi en bardagi þeirra er fyrsti staðfesti bardagi kvöldsins. Þetta verður í fyrsta sinn sem bardagakvöld á vegum UFC er haldið í Kaupmannahöfn.

Thiago Alves er 35 ára gamall og á að baki 26 bardaga hjá UFC. Hann hefur tapað fimm af síðustu sjö bardögum sínum. Gunnar barðist síðast gegn Leon Edwards í apríl á þessu ári og beið ósigur.

Auglýsing

Gunnar tilkynnti bardagann einnig á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist spenntur fyrir því að berjast í Skandinavíu á nýjan leik.

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram