Gunnar Nelson sigraði blóðugan bardaga í nótt

Auglýsing

Gunnar Nelson mætti Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC í nótt í veltivigt á bardagakvöldi í Toronto í nótt. Gunnar sigraði bardagann í annarri lotu eftir að hann hafði náð Oliveira í gólfið og blóðgað hann með olnbogahöggi.

Sjá einnig: Gunnar Nelson fór í nýtt styrktarþjálfunarprógram og hefur aldrei hafa liðið betur: „Sumt af þessu er líkt CrossFit“

Í fyrstu lotu náði Gunnar Oliveira niður í gólfið en Oliveira náði fleiri höggum á Gunnar. Gunnar náði Oliveira aftur í gólfið snemma í annarri lotunni og náði uppgjafartaki eftir þung olnbogahögg sem hann lét dynja á Brasilíumanninum.

Þetta var áttundi sigur Gunnars í UFC og hans stærsti á ferlinum hingað til. Hægt er að lesa nánar um bardagann á vef MMA frétta.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram