Auglýsing

Hættuleg loftgæði í Bláa lóninu í dag: Von á hundruðum gesta

Veðurstofa Íslands hefur varað við því að loftgæði í og við Bláa lónið séu mjög óholl í dag og fram eftir degi. Þrátt fyrir það mun þessi vinsælasti ferðamannastaður landsins opna dyrnar sínar í dag fyrir hundruðum ef ekki þúsundum gesta – líkt og gert er aðra „venjulega“ daga. Hægt er að fylgjast með loftgæðum á vefsíðunni Loftgaedi.is en þar sést rautt merki við Bláa lónið.

„Óholl gasmengun vegna eldgoss (SO2) mælist nú við Bláa lónið og mun vera viðvarandi fram á morgundaginn samkvæmt gasdreifingarspá. Í Höfnum mælist gasmengun vegna eldgoss sem getur verið óholl viðkvæmum,“ segir á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn

Suðaustan 8-15 m/s og súld eða rigning með köflum sunnan og vestanlands. Heldur hægari annars staðar og víða léttskýjað um landið norðaustanvert. Dregur úr vindi og vætu seint á morgun. Hiti yfirleitt 9 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing