Halldóra Geirharðs hefur ekki áhuga á ferli í pólitík: „Held ég sé betri þar sem ég má vera svolítill rugludallur“

Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir er gestur í þættinum Með Loga sem sýndur er í Sjónvarpi Símans í kvöld. Í þættinum fer Halldóra um víðan völl og ræðir meðal annars um pólitík.

Logi spyr hana hvort að hún hafi einhverntímann hugsað um það að fara í pólitík. Halldóra þurfti ekki að hugsa sig lengi um en hún hefur ekki trú á því að hún verði forseti eða fara út í pólitík.

„Ég held ég sé betri þar sem ég má vera svolítill rugludallur,“ segir hún. Þegar Logi bendir á að pólitíkusar geti verið óttalegir rugludallar segir hún;

Ég held bara að ég sé of góð leikkona til þess að ég eigi að hætta að vera leikkona. Afhverju á ég að hætta að gera eitthvað sem ég er góð í til þess að gera eitthvað sem ég er kannski ekki rosalega góð í.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Instagram