Handtekinn í tenglsum við morðið á rapparanum XXXTentacion

Auglýsing

Lögreglan í Flórída í Bandaríkjunum hefur handtekið mann í tenglsum við morðið á rapparanum XXXTentacion. Rapparinn, sem hét réttu nafni Jahseh Dwayne Onfroy, var að yfirgefa mótorhjólaumboð í Miami þegar vopnaðir menn skutu á bíl hans og flýðu síðan af vettvangi. Hann var úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahús.

Dedrick Devonshay Williams, sem er 22 ára, var handtekinn og hefur verið ákærður fyrir morð, brot á skilorði og að keyra án þess að vera með ökuleyfi.

Sjá einnig: Umdeildi rapparinn XXXTentacion skotinn til bana aðeins tvítugur að aldri

Rapparinn var af kynslóð svokallaðara SoundCloud rappara og varð vinsæll fyrir hrá og hörkuleg lög en líka fyrir að rappa um þunglyndi og andlega vanlíðan sína. Þegar vinsældir hans fóru að aukast tók tólistariðnaðurinn eftir og í október á síðasta ári fékk hann plötusamning við Caroline Records. Fyrsta plata hans náði öðru sæti á vinsældarlistum í Bandaríkjunum.

Auglýsing

XXXTentacion var af kynslóð svokallaðara SoundCloud rappara og var afar umdeildur. Hann átti yfir höfði sér 15 ákærur fyrir mismunandi glæpi þegar hann dó, en hann fór meðal annars í fangelsi fyrir að beita ólétta kærustu sína hrottalegu ofbeldi og áreita hana. Vinsældir hans jukust aðeins á meðan hann sat inni.

Lögreglan í Broward-sýslu í Flórída tilkynnti um handtökuna á Twitter-síðu sinni

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram