Handtekinn vegna ráns í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skráði 46 mál í LÖKE-kerfið frá því klukkan 17:00 í gær og þar til 05:00 í morgun. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að eitthvað var um aðstoðarbeiðnir vegna veikinda og svo vegna fólks í annarlegu ástandi.

Einn maður var handtekinn vegna ráns á meðan annar var stöðvaður við almennt umferðareftirlit þegar í ljós kom að hann var réttindalaus með falsað ökuskírteini.

Hér fyrir neðan eru verkefni lögreglu eins og þau koma fyrir í dagbók lögreglunnar – skipt niður eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglustöð 1 – Austurbær – Miðbær – Vesturbær – Seltjarnarnes:

Ökumaður stöðvaður í hverfi 221 grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku

Ökumaður stöðvaður við almennt umferðareftirlit, kom í ljós að ökumaðurinn var réttindalaus og með falsað ökuskírteini

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður – Garðabær – Álftanes:

Ökumaður stöðvaður í hverfi 221 grunaður um ölvunarakstur, laus að lokinni blóðsýnatöku

Ökumaður stöðvaður í hverfi 221 grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku

Lögreglustöð 3 – Kópavogur – Breiðholt:

Tilkynnt um sinueld í hverfi 203, slökkvilið slökkti eldinn

Fjórir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur

Einn maður handtekinn í hverfi 201 vegna gruns um rán, vistaður í fangageymslu

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur – Mosfellsbær – Árbær:

Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 110, einn fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið til frekari skoðun

Ökumaður stöðvaður við almennt umferðareftirlit, kom í ljós að ökumaðurinn var réttindalaus

Auglýsing

læk

Instagram