Hard Rock opnar í Iðu í haust: „Heyri að margir Íslendingar hafa mjög sterkar taugar til Hard Rock“

Veitingastaðurinn Hard Rock opnar í Lækjargötu í haust í húsnæðinu sem áður hýsti Iðu. Í tilkynningu kemur fram að hönnun staðarins verði í samræmi við nýtt og endurhannað útlit Hard Rock staðanna og því talsvert frábrugðið því sem fólk á að venjast á Hard Rock.

„Reykjavík verður ein fyrsta borgin til að taka upp þetta nýja útlit,“ segir í tilkynningu. Birgir Bieltvedt, einn af eigendum staðarins, segir að markmiðið sé að staðurinn verði með flottari Hard Rock stöðum í heiminum.

Ég heyri að margir Íslendingar hafa mjög sterkar taugar til Hard Rock og mér skilst að Hard Rock í Marseille í Frakklandi hafi verið pakkfullur af Íslendingum í kringum leik íslenska landsliðsins í borginni á EM nýverið.

Hann segir löngu tímabært að fá staðinn aftur til Íslands en Hard Rock opnaði í Kringlunni árið 1987 og lokaði árið 2005.

Ekki liggur endanlega fyrir hvenær staðurinn opnar en lagt er allt kapp á að opna hann fyrir Airwaves-hátíðina í nóvember þar sem búið er að ganga frá því að hluti af dagskrá hátíðarinnar verði í kjallara Hard Rock.

Auglýsing

læk

Instagram