today-is-a-good-day

Hellti mjólk yfir Emmsjé Gauta: „Mig langaði svo að berja hann“

Hlaðvarpsþættirnir hans Snorra Björns, The Snorri Björns Show, hafa slegið í gegn. Emmsjé Gauti var gestur Snorra í nýjasta þættinum sem kom út í gær. Þar fara þeir félagar yfir feril Gauta í rappsenunni á Íslandi en Gauti gefur út sína fimmtu plötu um næstu helgi.

Ein saga sem Gauti segir í þættinum hefur vakið mikla athygli en Vísir.is fjallaði í dag um það þegar Gauti og snjóbrettakappinn Halldór Helgason kynntust.

“Við erum í einhverju partýi og Halldór er þar. Ég sver það ég var í svo geggjuðum nýjum jakka. Ég var í svona glænýjum kastaníubrúnum jakka,“ segir Gauti og lýsir því svo þegar hann varð skyndilega blautur á bakinu.

Við erum að tala um að ég er rennandi blautur á bakinu og ég byrja að vera rennandi blautur á rassinum. Ég sný mér við, þá stendur Halldór Helgason fyrir aftan mig og hann er búinn að hella eins lítra mjólk innan á hálsmálið á mér, án þess að þekkja mig.

Gauti og Halldór eru í dag góðir vinir en hann segist hafa orðið mjög reiður á þessu augnabliki.

„Ég varð svo fokking reiður, og mig langaði svo að berja hann. Ég reyndi að berja hann sko og hleyp í áttina að honum.“

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni

 

Auglýsing

læk

Instagram