Húðsjúkdómafræðingurinn Jeffrey Ross Gunter verður næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi

Donald Trump Bandaríkjaforseti útnefndi loksins nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, mann að nafni Jeffrey Ross Gunter. RÚV greindi frá því að sendherralaust hafi verið í bandaríska sendiráðinu í eitt og hálf ár eftir að Robert Barber hætti þar störfum þegar Trump var kosinn forseti.

Öldungadeild bandaríska þingsins þarf samt sem áður að staðfesta útnefninguna áður en Gunter tekur til starfa.

Jeffrey Ross Gunter er húðsjúkdómafræðingur og skurðlæknir sem rekur læknisstofur í tveimur ríkjum Bandaríkjanna, Kaliforníu og Nevada, en hann hefur einnig lagt frambjóðendum Repúblikanaflokksins til mikið fé í gegnum árin að því er kemur fram í frétt RÚV.

Gunter hefur styrkt hin ýmsu framboð Repúblikana í þing- og forsetakosningum frá árinu 2004. Hann lagði meðal annars framboði George W. Bush og Dick Cheyney til sex þúsund bandaríkjadali fyrir forsetakosningarnar þar í landi árið 2004.

Mest fé lagði hann þó til fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þar á meðal fjóra styrki, upp á samtals 100 þúsund dali, til Trump Victory, fjáröflunarsjóðs sem safnaði pening til að vinna að kjöri Trumps í kosningunum.

Stuðningur Gunters endaði þó ekki þar því eftir sigur Trumps í kosningunum greiddi hann fimm þúsund dali fyrir aðgang að fjáröflunarkvöldverði sam var haldinn til að safna peningum til að greiða kostnað við undirbúning valdatöku Trumps.

Gunter er einnig í samtökunum Republican Jewish Coalition, sem vinna að stefnumálum gyðinga innan Repúblikanaflokksins.

Það er þó ekkert nýtt að sendiherrar séu valdir úr röðum þeirra sem hafa styrkt forseta fjárhagslega í kosningabaráttum þeirra. Forveri Gunters, Robert Barber, var stórtækur í fjárölfunum fyrir Barack Obama og safnaði fé fyrir hann í kostningabaráttunum árin 2008 og 2012.

Bandaríska sendiráðið tilkynnti á Twitter-síðu sinni í gær að Trump hafi tilnefnt Gunter

Auglýsing

læk

Instagram