Í vetur er ekki hægt að Hopp-a út um allt

Blaðamaður Nútímans á það til að nýta sér rafskútur af og til líkt og fjölmargir aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins. Rafskútuleigurnar í Reykjavík eru tvær en þær eru Zolo og Hopp. Þegar blaðamaður ætlaði að Hopp-a sína venjulegu leið eftir vinnu í síðustu viku tók hann eftir því að búið er að minnka þjónustusvæði leigunnar töluvert. En hver ætli ástæðan sé fyrir því? Minnkaði Hopp-leigan þjónustusvæðið sitt eða voru þetta mistök?

…allar þær rafskútur sem standa til boða í vetur verða á negldum dekkjum.

„Já því miður verðum við að minnka svæðið okkar á veturnar og gerum við það samhliða gögnum um notkun. Þegar notkunin er komin niður fyrir ákveðin mörk að þá lokum við svæðinu. Þetta er líka bundið þjónustusamningi við sveitarfélögin um notkunargögn,“ segir framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík, Sæunn Ósk Hafsteinsdóttir, í samtali við Nútímann.

„Við sendum út tilkynningar í appinu á hverjum miðvikudegi síðan við hófum að minnka svæðið en það þýðir að hver notandi fær tilkynningu einu sinni í viku og ef hann hefur ekki hoppað í til dæmis viku eru tilkynningarnar tvær eða fleiri,“ segir Sæunn Ósk og tekur fram að þetta sé sent á alla. Þá vill Sæunn Ósk taka það fram að allar þær rafskútur sem standa til boða í vetur verða á negldum dekkjum.

Þar höfum við það. Það er sem sagt ekki hægt að Hopp-a út um allt í vetur. Nútíminn hafði einnig samband við Zolo varðandi þeirra þjónustusvæði í vetur og er beðið eftir svörum.

Á þessu myndskeiði má sjá hvernig þjónustusvæði Hopp hefur minnkað.

Auglýsing

læk

Instagram