Auglýsing

Íbúð í Æsufelli skilin eftir mannlaus í marga mánuði: „Það er eins og það hafi verið skrifað með blóði á vegginn“

„Þetta var alveg ógeðslegt og í rauninni eins og úr einhverri hryllingsmynd. Þetta þurfti ég að búa við í rúma þrjá mánuði,“ segir íbúi í Æsufelli sem Nútíminn ræddi við. Málið snýst um íbúð í fjölbýlishúsinu þar sem var mikil óregla – ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort hún sé í eigu Félagsbústaða eða Öryrkjabandalagsins en búið er að senda fyrrispurn á bæði þessi félög.

„Það eru fullt af börnum sem leika bæði inni í blokkinni og fyrir utan hana. Ég gat alveg séð fyrir mér þessi börn fara í feluleik og ramba þarna inn í íbúðina sem var, síðast þegar ég vissi, full af sprautunálum og öðrum viðbjóði.“

Ljósmyndirnar sem fylgja þessari frétt geta vakið óhug en þær voru teknar af íbúum Æsufells.

„Þessi íbúð var opin og ólæst í rúma þrjá mánuði. Það var ekki hægt að loka henni þar sem lamirnar voru ónýtar. Það bjó þarna kona sem var í mikilli óreglu og annað hvort fór hún yfir móðuna miklu eða hvarf því hún hefur ekki sést hérna í marga mánuði,“ segir í íbúinn sem ekki vildi láta nafns síns getið af ótta við hefndaraðgerðir.

Ógeðslegt að þurfa að búa við þetta

„Það mátti ekki hnerra á þetta fólk sem hafði til í íbúðinni því það voru alltaf endalausir árekstrar. Svo allt í einu hverfur allt þetta fólk og íbúðin situr eftir. Myndirnar tala sínu máli en það er ógeðslegt að þurfa að búa í sama stigagangi og þetta rugl.“

Samkvæmt heimildum Nútímans búa fjölmörg börn í fjölbýlishúsinu og því hefur það verið algjört öryggisatriði fyrir þau og fjölskyldur þeirra að íbúðin yrði að minnsta kosti lokuð og læst. Hún bjóði hættunni heim, vægt til orða tekið segir íbúinn sem Nútíminn ræddi við.

„Það eru fullt af börnum sem leika bæði inni í blokkinni og fyrir utan hana. Ég gat alveg séð fyrir mér þessi börn fara í feluleik og ramba þarna inn í íbúðina sem var, síðast þegar ég vissi, full af sprautunálum og öðrum viðbjóði.“

Aðrir að bíða á meðan hún situr tóm

Eins og áður hefur komið fram er ekki vitað hvaða félag á íbúðina en Nútíminn hefur sent fyrirspurn á þau leigufélög sem íbúar hússins segja að séu þau einu sem koma til greina. Það eru Félagsbústaðir og Öryrkjabandalagið. Það að íbúðin hafi verið tóm og ólæst í nokkra mánuði vekur upp spurningar um þá sem bíða eftir því að fá slíka íbúð leigða – eru svo fáir á biðlista eða er lítið verið að hugsa um þá sem minnst mega sín.

„Já, það er alveg ótrúlegt og þess vegna einmitt ákvað ég að hafa samband. Ég veit um fólk sem er gott fólk og er í bata frá neyslu og þarf íbúð. Þessi íbúð væri kjörin fyrir marga af þeim en svo virðist sem að kerfið bjóði upp á þetta – að bæði fólk og fasteignir falli milli skips og bryggju. Það er samt alveg ótrúlegt að slíkt geti gengið svo lengi,“ segir íbúinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing