Ísbúðin í Hveragerði fær ekki að heita Eden

Ný ísbúð í Hveragerði fær ekki leyfi til þess að nota nafnið Eden. Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar neitaði beiðni frá eigendum ísbúðarinnar vegna notkunar á nafninu.

Ástæðan er sú að rekstur ísbúðarinnar sé ekki í þeim anda sem fólk tengi almennt við Eden. Það sé þó jákvætt og þarft að nú hafi verið opnuð ný ísbúð í bænum.

Bæjarstjórn bæjarins barst einnig erindi frá Gísla Stein­ari Gísla­syni sem mælt­ist til þess að nafnið færi ekki til ann­ars aðila meðan áformað væri að á lóð tív­olís­ins í Hvera­gerði risi versl­un­ar- og þjón­ustukjarni, sem haldið gæti nafn­inu Eden á lofti.

Hveragerðistbær hefur átt vörumerkið Eden frá árinu 2010 og er það skráð hjá Einkaleyfastofu. Áætlunin hefur alltaf verið að vörumerkinu verði haldið í Hveragerði og það verði notað ef starfsemi sem líktist þeirri sem áður var í Eden yrði komið á laggirnar. Bærinn keypti nafnið Eden eftir að gróðrar­stöðin brann árið 2011.

Auglýsing

læk

Instagram