Íslendingar athugið! „Spoiler alert“ er nú „Höskuldarviðvörun“

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, stal senunni í síðustu viku þegar hann tilkynnti óvart niðurstöðu fundar flokkanna um hrókeringar í ríkisstjórninni.

Sjá einnig: Augnablik kvöldsins var þegar Höskuldur tilkynnti óvart um breytingarnar, sjáðu myndbandið

Þýðandi Modern Family var snöggur til og í þættinum í gær var búið að þýða hugtakið „spoiler alert“, sem notað er til að vara fólk við að maður ljóstri upp einhverju sem gerist t.d. í sjónvarpsþætti sem viðkomandi hefur ekki séð.

Þýðingin var stórkostleg: Höskuldarviðvörun. Talið við Árnastofnun. Þetta steinliggur.

 

Þýðingin vakti mikla athygli og á Twitter var henni fagnað

Auglýsing

læk

Instagram