Örskýring: Bíddu nú við! Af hverju er Sigmundur Davíð svona pirraður út í Sigurð Inga?

Auglýsing

Um hvað snýst málið?

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra tilkynnti á föstudag að hann ætli að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknarflokksins gegn Sigmundi Davíð.

Mikil ólga er innan flokksins eftir tilkynningu hans.

Hvað er búið að gerast?

Auglýsing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður flokksins og gegndi embætti forsætisráðherra þangað til hann sagði af sér í kjölfar Winstris-málsins í byrjun apríl á þessu.

Sveinbjörn Eyjólfsson, sem gaf kost á sér í embætti formanns til að tryggja það að einhver færi á móti Sigmundi, dró framboð sitt til baka eftir tilkynningu Sigurðar.

Sigurður sagði í viðtali um helgina að Sigmundi hefði ekki tekist að endurreisa traust sitt innan Framsóknarflokksins.

Sigmundur sagði í viðtali um helgina að þegar Sigurður tók við embættinu hafi þeir samið um tvennt. Annars vegar að Sigurður héldi honum vel upplýstum um gang mála í ríkisstjórninni. Hins vegar að Sigurður myndi aldrei fara gegn honum.

Sigurður Ingi svaraði þessu í viðtali og sagðist hafa rætt við Sigmund um það leyti sem sá síðarnefndi sagði af sér í apríl á þessu ári. Þá segist Sigurður hafa sagt að hann hefði engan hug að sækjast eftir  formannsembættinu. Hann sagði einnig í viðtalinu að það hafi ekki gilt að eilífu.

Eygló Harðardóttir, Karl Garðarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, vilja að Sigurður verði formaður. Eygló hefur sagt að hún muni gefa kost á sér í embætti varaformanns, verði Sigmundur ekki kjörinn formaður.

Gunnar Bragi Sveinsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þorsteinn Sæmundsson, einnig þingmenn Framsóknarflokksins, styðja Sigmund Davíð.

Hvað gerist næst?

Kosið verður um formann Framsóknarflokksins á flokkþingi næsta sunnudag.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram