Systkini Júlíusar Vífils telja að hann hafi komið auði foreldra þeirra í aflandsfélag

Auglýsing

Systkini Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa, telja að hann hafi komið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélag. Þetta kemur fram í Kastljósi í kvöld.

Erfingjar hjónanna Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur hyggjast fá erlent rannsóknarfyrirtæki til að leita að týndum sjóðum foreldra sinna erlendis. Júlíus Vífill sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að nafn hans fannst í Panama-skjölunum. Gögn úr grunni Mossack Fonseca sýna að í ársbyrjun 2014 stofnaði hann félagið Silwood Foundation á Panama.

Kastljós greinir frá því að upplýsingar úr Panama-skjölunum um stofnun aflandsfélags Júlíusar Vífils hafi sett málið í nýtt ljós að mati systkina hans. „Svo þegar þetta kemur í Kastljósinu með Júlíus Vífil, að hann hafi átt peninga úti, þá vissi maður hvað þetta var,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, systir Júlíusar í þættinum í kvöld.

Þetta var lífeyrissjóður foreldra okkar sem hann var að díla með.

Kastljós greint frá nýjum upplýsingum sem komið hafa fram í málinu í kvöld. Ingvar Helgason féll frá árið 1999. Hann byggði upp eitt stærsta fyrirtæki landsins á starfsævinni ásamt Sigríði Guðmundsdóttur, eiginkonu sinni.

Auglýsing

Deiluefnið snýst um eignir sem meirihluti erfingjanna telur að vanti í dánarbúið. Talið er að um hundruð milljónir króna sé að ræða.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram