Auglýsing

Íslendingar horfðu mun minna á klám á meðan landsliðið spilaði á HM

Íslendingar horfðu ekki mikið á klám á meðan íslenska karlalandsliðið í fótbolta lék leiki sína á HM í Rússlandi í júní. Samkvæmt áhorfstölum Pornhub, einnar stærstu klámsíðu í heiminum í dag, var Ísland í þriðja sæti yfir þau lönd sem tóku fótboltann fram yfir klámið.

Þegar Ísland spilaði leiki sína í Rússlandi minnkaði umferð inn á Pornhub um 42%. Umferð minnkaði mest í Senegal, eða um 47% og næst mest í Íran eða um 45%. Ísland var svo eins og áður segir í þriðja sætinu.

Í Ástralíu, Rússlandi, Kosta Ríka og Frakklandi minnkaði umferð inn á klámsíðuna minnst en munurinn var minnstur í Ástralíu þar sem umferðin minnkaði aðeins um 5% þegar Ástralía spilaði leiki sína.

Hér má sjá lista Pornhub yfir klámumferð landa á meðan landsliðin spiluðu á HM

Mynd: Pornhub
 
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing