Auglýsing

Íslendingar varaðir við tælensku glæpakvendi: Skaut eiginmann sinn og vill flytja til Íslands

Tælenskt glæpakvendi herjar nú á íslenska karlmenn sem búa þar í landi en varað er við henni á samfélagsmiðlum í dag. Þar kemur fram að hún sé ofbeldishneigð og hafi meðal annars skotið fyrrum eiginmann sinn sem var lögreglumaður í Bangkok.

Þá segir að konan hafi ráðist á nokkra Íslendinga vopnuð hnífi – meðal annars á hóteli á Pattaya-ströndinni. Hún er sögð stunda vinsælan Íslendingastað á Pattaya sem heitir Puy Bar.

„…og náði að rífa hár af pungnum svo Íslendingurinn var blóðugur eftir.“

„Hún hefur verið hirt af lögreglu og sektuð um 500 Bath (tæpar tvö þúsund íslenskar krónur) fyrir vopnaða árás gegn Íslendingi í bæ skammt fyrir norðan Bangkok. Einnig réðst hún á sama mann vopnuð hnífi á hóteli í Pattaya, hann náði að afvopna hana þegar lífi hans var ógnað. Þegar hann var búinn að ná hnífnum af henni gerði hún sér lítið fyrir og beit hann í framhandlegg,“ segir Heimir Lárusson Fjeldsted sem varar Íslendinga við konunni sem sögð er hafa mikinn áhuga á að flytja til Íslands.

„Síðan náði hún hreðjataki á honum og náði að rífa hár af pungnum svo Íslendingurinn var blóðugur eftir. Hann fór á spítala og fékk aðhlynningu og áverkavottorð og fór auðvitað strax að því loknu á næstu lögreglustöð og tilkynnti ofbeldið. Málið er í ferli síðan desemberlok 2023,“ segir Heimir og bætir við að hún sé núna komin með annan Íslending upp á arminn.

Heimir gefur ekki upp fullt nafn á henni og segir aðeins að hún heiti „M…. L….“ og að hún sé komin með annan Íslending upp á arminn.

„Hún er mjög fjárþurfi og hefur mikinn áhuga á að flytjast til Íslands.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing