Íslenska landsliðstreyjan talin sú þriðja flottasta á HM í sumar

Íslenska landsliðstreyjan fyrir HM í Rússlandi er í þriðja sæti yfir fallegustu treyjur mótsins í samantekt hjá fótboltablaðinu FourFourTwo.

Þar er öllum 64 treyjum landsliðanna sem taka þátt raðað upp eftir því hversu flottar þær þykja. Varatreyja íslenska landsliðsins er í fjórða sæti á listanum.

Ítalska íþróttavörumerkið Errea hannar treyjur íslenska landsliðsins en treyjan var afhjúpuð í mars á þessu ári.

Í umsögn FourFourTwo er talað um að treyjan sé mjög bætt frá treyjunni sem Íslendingar léku í á EM í Frakklandi árið 2016. Þar er talað um að ermarnar sem tákna eld og ís séu einstaklega fallegar.

Treyja Þýskalands þykir sú fallegasta á mótinu og þá er kólumbíska treyjan í öðru sæti. Belgar eiga ljótustu treyjuna í ár.

 

Auglýsing

læk

Instagram