Auglýsing

Jackie Chan á leiðinni til landsins, lendir í Reykjavík á einkaþotunni sinni

Leikarinn stórkostlegi og bardagakappinn Jackie Chan er væntanlegur til landsins í næstu viku, samkvæmt heimildum Nútímans.

Chan lendir í Reykjavík í einkaþotunni sinni. Hann á tvær glæsilegar Embraer einkaþotur, Legacy 500 og Legacy 650. Sú fyrrnefnda er splunkuný en sú síðarnefnda notar hann í lengri ferðir, samkvæmt frétt Business Insider.

Heimildir Nútímans herma að hann verði hér á landi í nokkra daga við tökur á kvikmyndinni Kung Fu Yoga. Tökur fara fram í Skaftafelli og uppi á Svínajökli.

Chan leikur kínverskan fornleifafræðing í myndinni sem leitar að Magadha-fjársjóðnum ásamt indverskum prófessor og aðstoðarkonu sinni. Þau lenda í ýmsum ævintýrum og ferðast meðal annars til Dúbæ og Indlands. Gera má ráð fyrir því að senurnar sem verða teknar upp hér á landi eigi að gerast í íshelli í Tíbet.

Jackie Chan hefur komið ár sinni vel fyrir borð en hann er metinn á 230 milljónir dala. Á vesturlöndum er hann þekktastur fyrir hlutverk sín í Rush Hour-myndunum. Þá er hann rödd apans í Kung Fu Panda-myndunum vinsælu.

Hann er hins vegar ein stærsta kvikmyndastjarna Asíu og hefur einbeitt sér að kvikmyndaleik á heimaslóðum sínum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing