Jamie Oliver sá norðurljósin á Íslandi: „Vorum að elska þetta“

Sjón­varp­s­kokk­ur­inn Jamie Oli­ver kom til Íslands í síðustu viku og sást meðal annars borða á Sægreifanum og Grillmarkaðnum. Oliver birti mynd af sér í morgun með norðurljósum á himninum í baksýn og var hann gríðarlega ánægður með upplifunina.

„Fékk að sjá norðurljósin á Íslandi,“ segir Jamie Oliver í skilaboðum til aðdáenda sinna á Facebook.

Ég og Jools [eiginkona hans] vorum að elska þetta. Það var svolítið erfitt að finna þau vegna þess að máninn var hátt á lofti en þetta var mjög falleg sjón og skemmtileg upplifun.

Oliver birti einnig hina myndina hér fyrir ofan á Facebook.

Auglýsing

læk

Instagram